Heimsstyrjöldinni fyrri lauk formlega þegar vopnahlé tók gildi á vesturvígstöðvunum kl. 11:00 mánudagsmorguninn 11. nóvember 1918. Fulltrúar Þýskalands höfðu undirritað vopnahlésskilmála bandamanna í járnbrautarvagni í Compiégne-skógi í Norður-Frakklandi klukkan 5:10 að morgni þessa dags. Talið er að nær þrjú þúsund hermenn hafi fallið á þeim þeim sex klukkustundum sem liðu frá því að samið var um vopnahlé og þar til það tók gildi.
Gengið var frá samningi um vopnahlé í fyrri heimsstyrjöldinni...
↧