Mýs, líkt og rottur, geta verið miklir skaðvaldar í híbýlum fólks, auk þess sem flestum finnst óþægilegt að vita af þeim inni á heimilinu. Það er ekki óalgengt að mýs komi inn í hús hér á landi. Bæði eru það húsamýs (Mus musculus) og hagamýs (Apodemus sylvaticus) og fer að bera meira á þeim þegar kólna tekur í veðri og þá sérstaklega hagamúsum. Algengt er að þær skjóti sér inn í hús um opnar dyr eða glugga, undir bílskúrsdyr ef þéttikantur er ekki nægjanlega góður eða inn um smá rifur eða göt. ...
↧