Berg er flokkað eftir myndunarhætti í þrennt: storkuberg, setberg og myndbreytt berg. Storkuberg myndast úr glóandi bergbráð (1200-700°C), setberg við hörðnun sets (leir, sandur, skeljasandur og svo framvegis) ofarlega í jarðskorpunni, og myndbreytt berg við umkristöllun eldra bergs yfirleitt djúpt í jörðu.
Orðið „djúpberg“ vísar til storkubergs sem kristallast hefur djúpt í jörðu, á Íslandi neðan við 2-3 km dýpi. Orðið tilheyrir þrefaldri flokkun storkubergs eftir kólnunardýpi og –hraða, se...
↧