Þann 29. júní árið 1918 birtist frétt í blaðinu Dagsbrún um að ný stjarna hefði uppgötvast fyrr í mánuðinum. Í fréttinni segir að stjarnan hafi verið „viðlíka skær og skærustu fastastjörnur“ og að 35 stjörnufræðingar um allan heim hafi samstundis sent skeyti til stjörnufræðimiðstöðvarinnar í Kaupmannahöfn, enda hafi hver og einn þeirra talið sig vera fyrstan til að koma auga á himinfyrirbærið. Fréttaritari Dagsbrúnar segir að ekki sé enn vitað hverjum muni hlotnast sá heiður að hafa uppgötvað fy...
↧