Björg Þorleifsdóttir er lektor í lífeðlisfræði við Læknadeild Háskóla Íslands. Rannsóknir þær sem Björg hefur stundað eru á sviði svefnrannsókna með sérstaka áherslu á líkamsklukkuna og dægursveiflur (e. circadian rhythms). Líkamsklukkan er annar tveggja meginþátta sem stýrir svefni, hinn er svefnþörf sem eykst í vöku og hnígur í svefni (e. homeostasis).
Líkamsklukka mannsins ákvarðast af innbyggðri sveiflu í virkni gena í frumuklasa í undirstúku heilans og dagsbirtu. Ef maðurinn er settur í ...
↧