Jónína Einarsdóttir er prófessor í mannfræði við félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands. Hún ber ábyrgð á framhaldsnámi í þróunarfræðum og stundar rannsóknir á sviði mannfræði barna, heilsumannfræði og þróunarfræða.
Í doktorsritgerð sinni lagði Jónína fram gögn frá Gíneu-Bissaú sem véfengja þá kenningu að sárafátækar mæður sem missi mörg börn syrgi ekki dauða þeirra. Í kjölfarið rannsakaði hún siðferðileg sjónarmið um fæðingu fyrirbura og hvaða áhrif slíkt hefur á líf foreldra á Íslandi...
↧