Stúdentshúfur á Íslandi eiga sér langa sögu en segja má að stúdentshúfan sem flestir nota í dag eigi rætur að rekja til áranna rétt fyrir og eftir 1918, eða til þess tíma sem Íslendingar urðu fullvalda. Saga húfunnar tengist þeim hræringum sem urðu í íslensku þjóðlífi í aðdraganda fullveldis.
Eiginlegar stúdentshúfur komu fyrst fram á 19. öld en sá siður nemenda að einkenna sig með höfuðfati eða sérstökum klæðnaði er mun eldri, nær að minnsta kosti aftur til miðalda og jafnvel enn aftar í sög...
↧