Ragna Benedikta Garðarsdóttir er dósent í félagssálfræði við Sálfræðideild Háskóla Íslands. Félagssálfræði fjallar meðal annars um hvernig samfélög og umhverfisþættir hafa áhrif á hugsun, hegðun og líðan fólks. Sérþekking Rögnu snýr að eðli og afleiðingum neyslusamfélaga og rannsóknir hennar tengjast sjálfsmynd, lífsgildum og hamingju.
Fyrstu rannsóknir Rögnu fjölluðu um tengsl efnishygginna lífsgilda (e. materialistic value orientation) annars vegar við hamingju fólks og hins vegar við fjárh...
↧