Margrét Þorsteinsdóttir er dósent í lyfjagreiningu við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands. Hún hefur tekið þátt í fjölmörgum rannsóknaverkefnum á sviði efnagreininga á lífvísum, umbrotsefnum og fituefnum með háhraða vökvagreini tengdum tvöföldum massagreini.
Margrét hefur lagt mikla áherslu á uppbyggingu á klínískri massagreiningu í samvinnu við rannsókna- og háskólastofnanir innanlands og erlendis. Áhersla Margrétar er að þróa sérhæfðar massagreiningaaðferðir til að bæta sjúkdómsgreiningu og l...
↧