Orðið limm virðist ekki notað nema í þessu eina orðasambandi að springa á limminu. Það er fletta í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar (1989:563) og er þaðan vísað í dimmalimm í merkingunni ‘ölórar; drykkjusöngur’. Ásgeir telur að limm sé líklega stytting úr dimmalimm. Þegar menn hafa fengið sér vel neðan í því eiga margir það til að fara að syngja, sérstaklega ef fleiri eru saman, og syngja þá oft hærra en þeir í raun geta og springa á limminu.
Dimmalimm er tökuorð úr dönsku ...
↧