Það er í raun ekki hægt að ákvarða nákvæmlega hvers lags skepna gleypti Jónas. Í hebreska textanum er einfaldlega talað um „stóran fisk“, dag gadol, en dag hefur almenna skírskotun til hvers konar fisks sem vera kann. Þar með er auðvitað ekki útilokað að höfundurinn hafi haft hval í huga enda ekki ólíklegt að menn hafi einfaldlega litið á hvali sem stóra fiska.
Í hinni grísku þýðingu Gamla testamentisins er dag þýtt með ketos, sem getur þýtt „sæskrímsli“ eða hvers kyns stórt sjávardýr, hvalu...
↧