Nei, við vitum ekki til þess að svartidauði og Skaftáreldar tengist á nokkurn hátt. Í báðum tilfellum var reyndar stórt skarð höggvið í íslensku þjóðina en það er engin bein tenging á milli þessara hamfara enda tæplega 300 ár frá því að svartadauða var síðast vart á Íslandi og þar til Lakagígar tóku að gjósa.
Fjallað er um svartadauða í svari Haraldar Briem við spurningunni Er svartidauði enn þá til og eru til lækningar við honum? Þar kemur fram að svartidauði sé smitsjúkdómur af völdum bakte...
↧