Orðið afturkreistingur er notað um vanþroska mann eða dýr. Einnig er notað afturkreista um hið sama. Fá dæmi eru um afturkreisting í söfnum Orðabókar Háskólans. Í safni úr talmáli eru aðeins fjórar heimildir og eru þau af sunnanverðu landinu. Heimildarmönnum ber saman um að átt sé við framfaralitlar skepnur og vesællegt fólk, einkum unglinga. Einn gat þess að orðið væri notað sem skammaryrði, einkum um unglinga.
Í Ritmálssafni er aðeins ein heimild um afturkreisting. Hún er úr skáldsögunni Ma...
↧