Vesta, eða 4 Vesta, er smástirni sem talið er leifar frumreikistjörnu með lagskipta innviði. Vesta er mun breiðari um miðbaug en pólana (560 til 578 km á móti 468 km) en meðalþvermálið er um 530 km. Vesta inniheldur um 9% af heildarmassa smástirnabeltisins og er næstmassamesta fyrirbærið í beltinu á eftir dvergreikistjörnunni Seresi. Þýski stjörnufræðingurinn Heinrich Wilhelm Olbers fann smástirnið þann 29. mars 1807 og var það nefnt Vesta eftir rómverskri gyðju heimila og arinelds.
Vesta er ...
↧