Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Hverjar eru orðsifjar orðsins 'dísætt'? Ég skil þetta sætt en hvað er þetta dí?
Orðið dísætur er kunnugt í málinu allt frá 17. öld í merkingunni ‘mjög sætur’. Í Íslenskri orðsifjabók (1989:116) getur Ásgeir Blöndal Magnússon sér þess til að orðið sé tökuorð úr dönsku og bendir á jóska orðið diesød ‘sætvæminn’. Hann nefnir einnig dönsku sögnina die í merkingunni ‘gefa að sjúga, totta, mylkja’ og ætti þá dísætur upphaflega að vísa til sætrar móðurmjólkur.
...
↧