Eins og kemur fram í svari EDS við spurningunni Hvað eru til mörg lönd í heiminum? getur verið snúið að ákveða hvað eigi að miða við þegar land er skilgreint. Oftar en ekki er þó miðað við að land sé sjálfstætt ríki og munum við gera það í þessu svari.
Í áðurnefndu svari kemur fram að lönd heimsins séu 196 talsins. Samkvæmt nýjustu ársskýrslu World Wind Energy Association (WWEA) voru vindmyllur í 105 löndum eða landsvæðum miðað við árið 2014. Samtökin telja sem sagt ýmsar eyjar og önnur lands...
↧