Talið er að tegundir froskdýra (Amphipia) séu allt að 7.000 en talan er þó breytileg eftir flokkunarkerfum. Langflestar þessara tegunda eru froskar og körtur (Anura) en aðrir hópar froskdýra eru salamöndrur (Caudata eða Urodela) og hópur sem kalla má ormakörtur (Gymnophiona).
Froskdýr finnast á ólíkum búsvæðum í öllum heimsálfum að Suðurskautslandinu undanskildu. Eins og ætla má er fjölbreytileikinn mikill. Sem dæmi má nefna að minnsta froskdýrið, sem jafnframt er minnsta hryggdýr jarðar, er ...
↧