Spurningarnar hljóðuðu svona í heild sinni:
Af hverju er Grænihryggur svona grænn á litinn? Af hverju stafar græni liturinn? Hvaða efni eða efnasamband gerir bergið grænt í Grænagili inn í Landmannalaugum?
Grænn litur á bergi bendir oftast til ummyndunar, því steindir sem einkenna ummyndun eru iðulega grænar, svo sem klórít, epidót og seladónít í basalti og malakít (spanskgræna) myndast við veðrun kopars og koparsteinda. Slíku er samt ekki til að dreifa á Torfajökulssvæðinu svonefnda, sem...
↧