Heimsmynd Fornegypta gerði ráð fyrir þrískiptingu heimsins: jörð, himinn og undirheimur. Í miðju veraldarinnar var flöt jörð sem Nílarfljót skipti í tvennt og umhverfis jörðina var mikið haf. Fyrir ofan jörðina var himinn sem var borinn uppi af fjórum súlum eða fjórum fjöllum. Undirheimur sem Fornegyptar nefndu Duat var fyrir neðan jörðina.
Í Duat var allt það sem ekki var sýnilegt. Þangað fóru hinir látnu eftir dauðann og þar voru stjörnur sem ekki sáust þegar bjart var. Í Duat var einnig só...
↧