Talið er að Forn-Grikkir hafi verið fyrstir til að láta hlut hreyfast eins og eldflaugar nútímans gera. Hreyfing eldflauga er allt annars eðlis en hreyfing flugvéla eða annarra farartækja. Eldflaugar senda frá sér efni með miklum hraða og það verkar til baka á eldflaugina með krafti sem er gagnstæður hreyfingarstefnu þess. Í fornu rómversku riti segir að Grikkinn Archytas hafi um 400 f.Kr. látið einhver konar viðarfugl „fljúga“ með því að festa hann á þráð og skjóta honum áfram með aðstoð gufu. ...
↧