Vatnsafl hefur verið virkjað í aldaraðir, í fyrstu aðallega í gegnum svokölluð vatnshjól eða vatnsmyllur. Vatnshjól eru stór hjól með blöð eða fötur á utanverðu yfirborðinu. Þeim er komið þannig fyrir við streymandi eða fallandi vatn að vatnsstraumurinn fær hjólin til að snúast þegar vatnið streymir á blöðin eða ofan í föturnar. Snúningskraftur hjólsins er svo notaður til þess að knýja ýmiss konar einfaldar vélar, sem til dæmis mala korn eða hamra járn.
Vatnshjól voru nýtt í aldaraðir til þes...
↧