Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Hvers vegna eru laun ekki verðtryggð? Lán eru verðtryggð!
Verðtrygging launa hefur bæði kosti og galla en þó er óhætt að fullyrða að gallarnir vega það miklu þyngra að verðtrygging launa er fátíð. Þó eru dæmi um hana, bæði hérlendis og erlendis.
Vinnumarkaðir eru svipaðir öðrum mörkuðum að því leyti að þar ræðst verð þeirrar þjónustu, það er vinnu, sem til sölu er í grundvallaratriðum af framboði og eftirspurn. Vinnumarkaðir hafa þó ýmis sérkenni, meða...
↧