Talið er að um næstu aldamót verði um 2 til 4°C hlýrra á jörðinni heldur en nú er ef allar þjóðir heims ná ekki að sameinast um að draga verulega úr bruna jarðefnaeldsneytis. Þá yrðu jöklar á Íslandi orðnir helmingi minni en þeir eru nú og jökulárnar hefðu tvöfaldast að vatnsmagni. Ef hlýnunin héldi síðan áfram með sama hraða yrðu jöklar að mestu horfnir af landinu eftir 150 til 200 ár.
Afrennsli frá jöklunum færi að rýrna hratt eftir næstu aldamót og að lokum yrðu engar jökulár hér á landi....
↧