Bananaplöntur eru meðal elstu nytjaplantna. Fornleifafræðingar telja að uppruna bananaræktunar megi rekja allt að 10 þúsund ár aftur í tímann, til landa í Suðaustur-Asíu, eyja Indónesíu og Papúa Nýju-Gíneu. Þaðan bárust bananar smám saman til annarra landa. Talið er að bananar hafi mögulega verið komnir til Madagaskar og hugsanlega til Austur-Afríku allt að 400 árum fyrir Krist. Líklega bárust bananar ekki til Miðausturlanda fyrr en með múslímum á miðöldum. Þaðan dreifðust þeir síðan til Evrópu....
↧