Margir hafa vanið sig á að líta á símann sinn hvar sem er, til dæmis á fundum eða veitingastöðum. Þetta fyrirbæri, sem flestir þekkja, hefur fengið heitið phubbing á ensku og er sett saman úr ensku orðunum phone ‘sími’ og snub ‘hunsa’. Phubbing er hunsunin sem maður sýnir öðrum með því að líta á símann í stað þess að veita raunverulegu umhverfi sínu athygli. Sem dæmi má nefna tvo einstaklinga sem sitja saman á veitingastað. Annar þeirra reynir eftir fremsta megni að ná augnsambandi á meðan hinn ...
↧