Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvaðan koma orðin AMMA og AFI? Hafa þau einhverja þýðingu aðra en þá, sem almennt er þekkt?
Orðin amma 'föður- eða móðurmóðir' og afi 'föður- eða móðurmóðir' eru afar gömul og þekkjast í mörgum indóevrópskum málum þótt merkingin sé ekki alltaf hin sama. Í fornháþýsku merkti amma 'móðir, brjóstmóðir', og í nýháþýsku er Amme 'brjóstmóðir'. Nýnorska orðið amma og danska orðið amme merkja einnig 'brjóstmóðir'. Í grísku merkir ammas 'móðir' og í sanskrít merkir ...
↧