Breski eðlisfræðingurinn Paul Adrian Maurice Dirac (f. 8. ágúst 1902 í Bristol, d. 20. október 1984 í Tallahassee, Florida) hlaut Nóbelsverðlaun ársins 1933 fyrir „nýjar og frjóar framsetningar á eðlisfræði atóma“. Hann deildi þeim með austurríkismanninum Erwin Schrödinger og við athöfnina tók Þjóðverjinn Werner Heisenberg einnig við sínum Nóbelsverðlaunum þótt þau hafi formlega verið veitt árið áður. Allir þrír eru taldir helstu höfundar nútíma skammtafræði. Við Dirac er kennd jafna sem hann se...
↧