Ljós og rakabreytingar eru meðal þeirra umhverfisþátta sem geta valdið skemmdum á safnkosti. Þar á meðal eru ýmsar litabreytingar af völdum ljóss: gripir geta upplitast, dökknað eða gulnað. Hiti frá ljósi getur einnig valdið ofþornun og stökknun ýmissa efna. Gripir sem eru sérstaklega viðkvæmir fyrir ljósskemmdum eru til dæmis bókakápur, blek, fjaðrir, feldir, leður, skinn, pappír, ljósmyndir, textílar, vatnslitamyndir og viðarhúsgögn.
Það sem við skynjum sem ljós eru í raun sveiflur í raf- o...
↧