Hvíti nashyrningurinn (Ceratotherium simum) er önnur af tveimur tegundum nashyrninga í Afríku. Hin tegundin er svarti nashyrningurinn (Diceros bicornis). Hvor tegund skiptist síðan í nokkrar deilitegundir.
Hvíti nashyrningurinn er mikill um sig og grófgerður í öllu vaxtalagi. Hann minnir helst á forsögulegt spendýr, enda er hann skyldur hinum fornu þykkskinnungum sem voru algengir í spendýrafánunni fyrir 20-30 milljón árum.
Hvíti nashyrningurinn er með allra stærstu landspendýrum sem nú fi...
↧