Fljótsdalur er mestur dala austanlands en hann er kenndur við Lagarfljót sem rennur um dalinn. Lagarfljót er gríðarmikið vatnsfall og svo umfangsmikið að víðast hvar er erfitt að skynja hvort fljótið er vatnsfall eða stöðuvatn. Sumir hafa því lýst fljótinu sem nokkurs konar röð stöðuvatna sem vatnsfall liggur um.
Efsti hluti Lagarfljóts er yfirleitt nefndur Lögurinn og er það lengsta stöðuvatn landsins, um 25-30 km á lengd, og jafnframt eitt það stærsta. Efstu upptök Lagarfljóts eru í Eyjaba...
↧