Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:
Væri réttara nafn á Hleiðólfsfjalli/Hlíðólfsfjalli ekki Leiðólfsfjall? Leiðólfur kappi var landnámsmaður og frændi Gunnólfs kroppa sem gaf Gunnólfsfelli sitt nafn. Er ekki líklegt að fjallið hafi upphaflega verið nefnt eftir Leiðólfi?
Minnst er á Leiðólf kappa í Landnámabók. Við hann eru kenndir Leiðólfsstaðir á Síðu og Leiðólfsfell á Síðu. Ekki er getið um tengsl hans við Hleiðólfs-/Hlíðólfsfjall, hvorki í Landnámu, Íslendingasögum né Sturlungu. ...
↧
Gæti verið að Leiðólfsfjall væri réttara nafn á því sem nefnt er Hleiðólfsfjall eða Hlíðólfsfjall?
↧