Háskólalestin nam staðar í Vopnafirði 15.-16. maí 2015. Í vísindaveislu í félagsheimilinu Miklagarði laugardaginn 16. maí fengu gestir að kynna sér ýmis undur eðlisfræðinnar, klæðast japönskum búningum, læra um sameindir og atóm og taka þátt í tilraunum næringarfræðinga, svo nokkur dæmi séu nefnd.
Vísindavefur HÍ leggur ýmsar gátur og þrautir fyrir heimamenn í vísindaveislum. Vopnfirðingar voru úrræðagóðir og fjölmargir leystu þrautirnar með glæsibrag, þar á meðal margir nemendur úr Vopnafja...
↧