Flestir ef ekki allir kannast við jólavísuna um könnuna sem stendur upp á stól:
Upp á stól
stendur mín kanna;
níu nóttum fyrir jól,
þá kem ég til manna.
(og ekki: Uppá hól
stend ég og kanna!)
Stóllinn sem þarna um ræðir kallast könnustóll. Hann var húsgagn í öllum betri stofum í okkar heimshluta og var einskonar borð eða skenkur, sem stóð úti á gólfi. Síðari tíma könnustólar standa yfirleitt uppi við vegg en gegna sama hlutverki: Þar í og á standa könnur og önnur borðáhöld. Fornsalar á N...
↧