Marflær (Amphipoda) eru ættbálkur krabbadýra sem finnast aðallega í sjó en einnig í ferskvatni. Alls hefur rúmlega 9.500 tegundum verið lýst.
Marflær eru forn ættbálkur. Elstu steingervingar þeirra sem fundist hafa eru frá því snemma á kolatímabilinu fyrir um 330 milljón árum. Það skýrir að einhverju leyti mikinn breytileika innan ættbálksins.
Marflær finnast á afar fjölbreytilegum búsvæðum auk þess sem útlit þeirra er nokkuð fjölbreytt. Þær lifa meðal annars bæði á miklu dýpi úthafanna ...
↧