Bólusótt smitast með variola vírusnum af tegundinni orthopoxvírus (ætt; poxviradae). Ekki er ljóst hver uppruni veirunnar er, en bólusóttarvírusinn er áþekkur kúabóluvírusnum sem gæti bent til þess að hann sé stökkbreyttur kúabóluvírus.1
Þekktir eru fjórir orthopoxvírusar sem smita manninn: variola, vaccinia, kúabólu- og apabóluvírus. Variola vírusinn smitar aðeins manninn við náttúrulegar aðstæður, þó að prímatar og önnur dýr hafi verið smituð á rannsóknarstofum. Vaccinia, kúabólu- og apabó...
↧