Morðið á Franz Ferdinand (1863–1914) ríkiserfingja Austurríkis og Sófíu (1868-1914) eiginkonu hans í Sarajevó þann 28. júní 1914 hleypti heimsstyrjöldinni fyrri ekki af stað. En það hratt af stað afdrifaríkri atburðarás sem á endanum leiddi til þess að Evrópa logaði í ófriði. Orsakir stríðsins voru flóknar og margþættar. Þegar upp var staðið voru það þó ákvarðanir sem teknar voru á æðstu stöðum í Vínarborg, Berlín, Pétursborg, París og London vikurnar eftir ríkiserfingjamorðið sem hleyptu styrjö...
↧