Um 39% Mongóla sem náð hafa 15 ára aldri eru trúlausir samkvæmt manntali frá árinu 2010. Búddismi er hins vegar þau trúarbrögð sem flestir aðhyllast, eða 53% landsmanna. Af öðrum trúarbrögðum kemur íslam næst en um 3% þeirra sem náð hafa 15 ára aldri teljast til múslima, 2,9% hallast að sjamanisma, 2,1% eru kristnir og 0,4% tilheyra öðrum trúarbrögðum.
Flestir Mongólar sem aðhyllast trúarbrögð eru búddistar.
Það ríkir trúfrelsi í Mongólíu. Lengst af 20. öldinni, á tímum kommúnistastjórna...
↧