Kameljón (Chamaeleonidae) eru eðlur af undirflokknum Iguania en til eru um 160 tegundir af þeim. Þau finnast í Afríku, á Spáni, í Suður-Asíu og á Indlandi. Þau lifa einungis á hlýjum búsvæðum svo sem eyðimörkum en þó einkum í regnskógum. Fæætur kameljóna eru sérstaklega lagaðir til þess að klifra í trjám. Mörgum finnast kameljón sérkennileg í laginu en augu þeirra eru útstæð og geta hreyfst í sitthvora áttina. Auk þessa hafa þau hliðflatan skrokk, kamb á baki og langa, slímuga tungu til að veiða...
↧