Bræðurnir Roy (1893–1971) og Walt Disney (1901–1966) stofnuðu Disney-fyrirtækið í október árið 1923. Fyrstu myndirnar sem fyrirtækið framleiddi tilheyrðu myndasyrpu sem kallaðist á ensku Alice Comedies þar sem Lísa í Undralandi var einhverskonar fyrirmynd. Í myndunum lenda Lísa og kötturinn Júlíus í ýmsum ævintýrum. Fyrsta mynd Disney-fyrirtækisins um Lísu nefndist Alice‘s Day at Sea og þar bregður Júlíusi rétt aðeins fyrir. Walt Disney hafði reyndar gert mynd um Lísu áður en þeir bræður stofnuð...
↧