Allt frá fyrstu tíð virðist mannskepnan hafa óttast hið óþekkta og fyllt upp í eyður þekkingar sinnar með ímyndunaraflinu. Stærstu ósvöruðu spurningar nútímans leynast í óravíddum geimsins og alheimsins og fjöldamörg dæmi úr vísindaskáldsögum bera ímyndunarafli okkar fagurt vitni. Fyrr á öldum var himinninn meira eða minna þekktur að talið var og þá var hið stóra ókannaða dýpi ekki að finna þar heldur í hinum stóru heimshöfum.
Íslandskort Guðbrands Þorlákssonar úr kortasafni Abrahams Ortelius...
↧