Smokkfiskar (Teuthida) tilheyra flokki höfuðfætlinga (Cephalopoda) líkt og kolkrabbar (Octopoda) og nokkrir smærri hópar dýra. Um 300 smokkfiskategundir eru þekktar. Flestar eru tæplega stærri en 60 cm á lengd en sú stærsta, risasmokkfiskar (Architeuthis spp.), getur orðið allt að 13 metra löng.
Smokkfiskar eru góð sunddýr enda er líkami þeirra straumlínulaga. Þeir fara oftast um í miklum torfum og halda meðal annars til á djúp- og miðsævi og eiga það til að koma upp í efri lög sjávar á nætur...
↧