Gas eða lofttegund er efni í gasham við aðstæður sem ríkja í andrúmslofti jarðar, það er um einnar loftþyngdar þrýsting og hitastig milli - 50°C til + 50°C. Orðið gas hefur lengi verið notað einungis yfir brennanlegar gastegundir. Iðnaðarmenn hafa kallað asetýlengas og súrefni, gas og súr, en það er notað við logsuðu og logskurð. Margir nota orðið gas einungis yfir gas fyrir eldmennsku með própani. Própangas, sem notað er á útigrill og til heimilisnota á Íslandi, er eða hefur verið selt undir nö...
↧