Þurr augu eru afar algengt vandamál. Líklegt er að um það bil 15.000 Íslendingar þjáist af þurrum augum. Við þennan sjúkdóm framleiða augun ekki nægilega mikið af tárum eða tárin eru ekki rétt samansett og gufa upp of fljótt. Algengasta einkenni þurra augna er eins konar aðskotahlutstilfinning í augum. Hún er oftast verst á morgnana. Sérstaka athygli vekur að eitt megineinkenni þurra augna er aukið táraflæði og lýsir fólk því oft svo að þegar það fari út í íslenska rokið fari tárin að renna niðu...
↧