Upphafleg spurning hljóðaði svona:
Baðstofa? Af hverju í ósköpunum voru vistarverur manna kallaðar baðstofur - það læðist að manni sá grunur að orðið eigi ekki rætur í líkamshirðu.
Arnheiður Sigurðardóttir mag.art. skrifaði ítarlega bók og gaf út 1966 undir heitinu Híbýlahættir á miðöldum. Í fimmta kafla rekur hún sögu baðstofunnar frá elstu heimildum og fram á 16. öld. Hún byrjar á að gera grein fyrir orðinu baðstofa og skrifar (69):
Orðið baðstofa, sem kunnugt er í fornsænsku (badstu...
↧