Frasinn „Það er ekki til neitt sem heitir ókeypis hádegisverður“ (e. There ain't no such thing as a free lunch) varð alþekktur í hinum vestræna heimi og víðar þegar samnefnd bók kom út eftir hagfræðinginn Milton Friedman árið 1975. Áður hafði frasinn verið vel kunnur í Bandaríkjunum.
Merking frasans er sú að öll samskipti fólks séu að einhverju leyti skiptatengsl þar sem að söluvörur ganga kaupum og sölum. Þannig eigum við ekki aðeins í viðskiptum þegar við notum kortið til að borga fyrir mál...
↧