Í heild hljóðaði spurningin svona:
Hvert er meðaltal snjóflóða í Álftafirði, sérstaklega Súðavíkurhlíð? Er til kort af Íslandi með grafi sem sýnir á hvaða vegum snjóflóð og mögulega önnur algeng slys á umferðasamgöngum af náttúrunnar hendi gerast?
Á árabilinu frá 1996 til 2013 voru skráð 452 snjóflóð á veginn um Súðavíkurhlíð, en það eru að meðaltali 26-27 snjóflóð á hverjum vetri. Á sama tíma eru skráð 24 snjóflóð sem féllu á veginn um Sjötúnahlíð og 16 önnur í Álftafirði sem ekki féllu á v...
↧