Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Hver eru einkenni og afleiðingar ofkælingar? Er hún alvarlegri en fólk almennt telur?
Ofkæling er lækkun á líkamshita sem getur valdið alvarlegum einkennum og jafnvel dauða. Um það bil 700 manns deyja árlega í Bandaríkjunum vegna ofkælingar.
Ofkæling verður þegar líkaminn tapar meiri hita en hann getur framleitt og líkamshiti fellur niður fyrir 35°C. Hætta er á ofkælingu til dæmis þegar fólk er lengi úti í miklum kulda eða ef það fellur í ka...
↧