Síld er svokallaður torfufiskur. Í einum hópi eða flekk geta verið allt að nokkrar milljónir einstaklinga. Síldartorfur hreyfast líkt og um eina sjálfstæða lífveru væri að ræða. Um það má lesa meira í svari við spurningunni Getið þið sagt mér eitthvað um síld?.
Spyrjandi er væntanlega að velta fyrir sér af hverju stórar síldartorfur ganga inn í Kolgrafafjörð. Skýringin felst í því sem sjómenn kalla vetrarástand síldar.
Samkvæmt mælingum Hafrannsóknastofnunar í desember 2012 voru um 300 þús...
↧