Gossaga Kverkfjallakerfisins er ekki vel þekkt en þó má telja nánast víst að ekki hafi gosið þar eftir að land byggðist. Engin gjóskulög með efnasamsetningu Kverkfjalla hafa fundist í ísnum í Vatnajökli eða jarðvegi frá sögulegum tíma.1 Yngsta hraunið, Lindahraun, rann skömmu fyrir landnám, ef marka má umhverfisbreytingar af völdum þess í Hvannalindum og gjóskulög sem varðveitt eru í jarðvegi þar. Lindirnar sjálfar mynduðust við tilkomu hraunsins. Grunnvatn flæddi þá í gegnum gropið hraunið og s...
↧