Eldstöðvakerfi Kverkfjalla er 100-130 kílómetra langt. Megineldstöðin liggur nærri suðurenda þess. Í Kverkfjöllum eru tvær öskjur. Mikill jarðhiti er vestan nyrðri öskjunnar. Ekki er vitað um nein gos eftir landnám, hvorki í Kverkfjöllum sjálfum né á sprungusveimunum. Því hafa tæpast orðið tjón eða umhverfisbreytingar þar á sögulegum tíma. Þaðan hafa þó komið mikil jökulhlaup á forsögulegum tíma. Forsöguleg gos hafa myndað hraun í Krepputungu, og nokkur gjóskugos eru þekkt frá forsögulegum tíma....
↧